Gervigreind: Hvað
er það?
Íslendingar
hafa lengi vel þekkt til gervigreindar, aðallega
í gegnum bíómyndir eins og Terminator,
A.I.:Artificial Intelligence og iRobot.
Fyrir mörgum þeirra sem hafa ekki kynnt sér
gervigreind nánar vísar hugtakið því
fyrst og fremst til stórra véla með
austurrískan framburð sem hafa af einhverjum
ástæðum einsett sér að hertaka
jörðina. Gera má ráð fyrir
að flestir séu að einhverju eða öllu
leyti sammála eftirfarandi fullyrðingum:
- Greindar vélar eru hættulegar
- Greindar vélar eins og þær sem
við sjáum í bíómyndum
eru fjarlægur draumur
- Það er aðeins á færi sérfræðinga
að viðhalda og skapa gervigreindar vélar
Þótt
vissulega sé gervigreind flókið fyrirbaeri
höfum við í Gervigreindarsetri HR nú
sannað að sú síðasta er alls
ekki lengur sönn. Eins og verkefnin
sem kynnt voru í Húsdýragarðinum
sanna getur ungt og efnilegt fólk smíðað
skemmtileg og frumleg gervigreindarkerfi.
En hvað með hinar tvær fullyrðingarnar? Eru þessi
kerfi virkilega eins hættuleg og Hollywood vill
af láta? Það er ein af þeim spurningum
sem bílskúrsgervigreindin getur hjálpað
fólki við að svara, með því
að leyfa þeim að skoða þessar
svokölluðu hættur upp á eigin spýtur.
Þróun
gervigreindar er að margra mati höfuðmál
og ekki seinna vænna en að hún öðlist
öflugri stuðning á Íslandi, en
Ísland er tæknilega mjög vel sett til
að stunda rannsóknir á þessu sviði.
Lítið sem ekkert hefur verið gert á
Íslandi á sviði gervigreindar. CADIA
opnar nýjar dyr; allt í einu er gervigreind
komin til Íslands og ímyndin sem Hollywood
hefur skapað orðin raunverulegri en nokkurntíma.
Líklegt er að gervigreind komi til með
að breyta mörgu á næstu áratugum
í hinum vestræna heimi.
Af hverju ætti
ég að taka þátt í bílskúrsgervigreindinni?
Spennandi grein. Gervigreind
er ung og spennandi grein sem mun skipta æ meira
máli í þjóðfélaginu
á komandi árum og áratugum. Tölvuleikir
og véldýr eins og AIBO eru rétt byrjunin.
Menntun. Mennt er máttur.
No shit. Hvernig heldur þú að störf
við vélmenni og gervigreindarkerfi framtíðarinnar
verði launuð? Það er einfalt: Mjög
vel! Hver vill ekki vera á topp launum við
að finna upp framtíðina?