Gervigreind í Húsdýragarðinum

Sunnudaginn 22. ágúst

 

 

Verkefnin sem kynnt voru

 
  Véldyrið Pottormur  
  Sýndarveruleikar  
  "Segdu mér ógeðslegar fréttir"  
  Gormar — talandi syndarvélmenni  
  Eff2 — leitarvél fyrir myndir  
  ATH. Verkefnin sem sýnd voru og sjást á myndunum hér ad neðan eru (öll nema Sýndarveruleikar og Eff2) búin til úr hugbúnaðareiningum sem hægt er að nálgast til niðurhals á vef Gervigreindarseturs HR undir Bílskúrsgervigreindarátakinu.
Einnig er þar að finna leiðbeiningar um hvernig smíða megi véldýr eins og Pottorm.
 

 

 

Um 350 manns lögðu leið sína í Vísindatjaldið.

 

 

Véldyrið Pottormur

 

Þótt ekki sé hann áfrýnilegur þorðu sumir að klappa Pottormi.

 

Þessi unga dama fór meira að segja á bak á Pottormi.
Hann virtist ekkert kippa sér upp við það.

 

Freyr, höfundur Pottorms, sýnir áhugasömum nemenda hvernig megi sjórna véldýrinu.

 

Ekki voru allir jafn góðir í að fjærstýra Pottormi, enda ber hann nafn med rentu.

 

 

 

Í lok dagsins var Pottormur alveg búinn á því og þurfti að fá sér smá orku — sem hann saug með áfergju gegnum vír.

 

 

Sýndarveruleikar

 

Fólk var mjög áhugasamt um sýndarveruleika Vignis og Ársaels (skjárinn á myndinni t.v.), enda ferðast þar um furðuverur með gervitilfinningar.

 

 

Sýndarveruleiki Hrafns (skjár med grænu mynstri) er stodugt að þróast og verurnar í honum með.

 

 

 

 

 

 

"Segðu mér ógeðslegar fréttir"

 

Marga furðaði að tölva gæti lesið fréttir af netinu og sýnt manni ýmist ánægjulegar, slæmar, ógeðslegar eða furðulegar fréttir. Hér er Ævar, höfundur kerfisins, að hlusta á spurningar gesta.

 

 

 

Gormar — talandi sýndarvélmenni sem veit margt um húsdyr

 

Gormar skilur talað mál og getur sagt frá ýmsum staðreyndum varðandi húsdýr.

 

 

Eff2 — leitarvél sem finnur myndir

 

Það er ekki á hverjum degi sem leitarvélar eru settar upp í Vísindatjaldinu. Þessi
er mjög sérstök fyrir að geta fundið myndir. Hérna eru Björn Þór og Friðrik að setja hana í gang.

 

 

 

 

CADIA
cadia@ru.is  |  Ofanleiti 2, IS -103 Reykjavík
Tel: +354 510 6427  |  Fax: +354 510 6201