Tölvukunnátta
er grundvöllur upplýsingaþjóðfélagsins
— þörf á fólki menntuðu
á þessu sviði fer vaxandi um heim
allan og búast má við áframhaldandi
breytingum í þá átt þar
sem tölvutækni skiptir æ meira máli
í framleiðslu, þjónustu og
meðhöndlun vöru og upplýsinga
í þjóðfélaginu.
Þrátt
fyrir að konur séu rúm 60% nemenda
í háskólum og sérskólum
þá hefur þeim fækkað
umtalsvert undanfarin ár í tölvunarfræði.
Sem dæmi má taka var hlutfall kvenna
í umsóknum um nám í tölvunarfræði
við HR 31% árið 2000 en var vorið
2003 komið niður í 12%. Þessi
þróun er áhyggjuefni fyrir uppbyggingu
upplýsingatækninnar í landinu
því æskilegt er að bæði
kynin komi að þróun og eflingu greinarinnar.
Bílskúrsgervigreindin
gefur ungum konum einstakt tækifæri til
að kynna sér bæði gervigreind
og tölvunarfræði og taka þátt
í að jafna þann óeðlilega
(og óskiljanlega!) kynjamun sem ríkir
á þessu sviði.
Með
kveðju,
Ásrún
Matthíasdóttir, lektor
verkefnastjóri fjarnáms og háskólanáms
með vinnu
Dr.
Kristinn R. Þórisson, dósent
stjórnandi
Gervigreindarseturs HR
|