Gervigreind
í bílskúrnum
Hvað erum við í Gervigreindarsetri
HR að gera í þessum málum?
það hefur ætið verið
vandamál í gervigreind hvað
það er erfitt að byrja að
vinna á þessu sviði. Flækjustig
jafnvel hinna "einföldustu" gervigreindarkerfa
hefur verið ansi hátt og erfitt að
sækja á brattann. En við höfum
einsett okkur að fá sem flesta til
að taka þátt í þróun
gervigreindar, því þekking
á því sviði er lykill
að nýjum möguleikum á sviði
vísinda og tækni.
Frá því að Gervigreindarsetur
HR var stofnað fyrr á þessu
ári höfum við verið að
þróa ný kerfi, ásamt
leiðbeiningum, sem munu auðvelda áhugafólki
um allt land að búa til gervigreind
í bílskúrnum heima hjá
sér. Við erum líka að
safna í púkk, með aðstoð
RANNÍS, ISIR (Icelandic Society for Intelligence
Research) og annarra, til að hjálpa
þátttakendum með ókeypis
eða ódýran tölvubúnað
og íhluti. Við höfum líka
safnað pening fyrir pizzum, því
þótt gervigreind hafi ekki átt
upphaf sitt á Ítalíu þá
hefur komið í ljós að
slíkt fæði er afbragðs
orkugjafi fyrir unga forritara. Styrktaraðilar
átaksins eru m.a. Nýsköpunarsjóður
námsmanna og Evrópusambandið
(endanlegur listi styrktaraðila er enn í
vinnslu).
það kennsluefni sem Gervigreindarsetrið
hefur unnið skiptist í tvo flokka:
Annars vegar vélbúnaður sem
nota má sem grunn fyrir vélmenni og
hinsvegar hugbúnaður til að
smíða sýndarvélmenni
og vitverur. Hugbúnaðurinn sem við
höfum þróað auðveldar
nýbyrjendum umtalsvert að leika sér
með þessa hluti og jafnvel gera
spennandi hluti strax. Flækjustig verkefnanna
vex svo eftir því sem þátttakendur
læra meira.
Markmið bílskúrsgervigreindarátaksins
er sem sagt að gefa ungu áhugafólki
á mennta- og háskólastigi (og
eldri) um land allt tækifæri til að
þróa ný gervigreindarkerfi.
Við bendum áhugasömum á
að öllum hugbúnaði sem
við höfum þróað
er hægt að hala niður af heimasíðum
Gervigreindarsetursins, en þar er m.a.
að finna talgreini, talgervil, sýndarheim
o.fl. þar munu jafnframt verða settar
upp leiðbeiningar um skráningu í
október n.k.
þáttaka í bílskúsrgervigreindarátakinu
er með öllu ókeypis. þáttakendur
þurfa að skaffa efnið í
verkefni sjálfir, en nafnið "Bílskúrsgervigreind"
kemur frá því að ekki
þarf endilega að kaupa tæki
-- oft er hægt að finna sniðuga
íhluti í bílskúrnum heima
hjá sér, fá þá
lánaða eða gefins. Tæknileg
aðstoð verður veitt eftir
bestu getu gegnum netið á spjallborðum
ISIR af reyndum tæknimönnum. þá
mun vonandi hugbúnaðurinn og leiðbeiningarnar
sem HR skaffar nýtast vel í verkefnin.
Við mælum eindregið með
að fólk beisli ímyndunaraflið
-- ekki láta staðlaðar hugmyndir,
um hvað má og hvað má
ekki, segja ykkur fyrir verkum!
Skráning vinnuhópa fer af stað
á komandi vikum og munum við auglýsa
eftir fólki til þáttöku,
m.a. í framhaldsskólunum. Reiknum við
með 1-4 manns í hverjum hóp
(erfitt getur reynst að þróa
gervigreind einn). Hóparnir eru þó
alls ekki bundnir við framhaldsskólana
-- það er öllum opið
að taka þátt, ungum sem öldnum,
og mælum við með blönduðum
hópum. Nokkrir bílskúrsgervigreindarfundir
og námskeið verða haldin á
næstu mánuðum á vegum
Gervigreindarsetursins og ISIR, en hóparnir
koma þó til með að
vinna mestan hluta af vinnunni í bílskúrnum
heima hjá sér, kjöllurum eða
annars staðar.
Í vor munum við svo halda stóra
gervigreindaruppskeruhátíð fyrir
alla hópa sem vilja sýna verkefnin sín.
Vegleg verðlaun verða í boði,
meðal annars fyrir fyndnustu gervigreindina,
gagnlegustu gervigreindina, bestu leiðbeiningarnar
og bestu nýtinguna á drasli úr
bílskúrnum. þáttakendur
fá þar tækifæri til að
sýna hvað þeir hafa smíðað
og vekja áhuga almennings á því
sem þeir eru að fást við.
Svo fremi sem við getum annað eftirspurn
mega allir skráðir taka þátt
í uppskeruhátíðinni.
Við vonum að sem flestir taki þátt
í átakinu. Bílskúrsgervigreindin
er ekki aðeins einstakt tækifæri
til að læra um gervigreind, vélmenni
og tækni heldur er fólk með þáttöku
sinni að taka beinan þátt
í að færa Ísland framar
á þessu mikilvæga rannsóknarsviði.
Svo er þetta bara svo spennandi. |