GERVIGREINDARKEPPNIN
2007
STOFNUÐ AF CADIA
— SJÁLFUM HEIMSMEISTURUNUM
Í GERVIGREIND |
DAGSETNINGAR
22. september 2007: Umsókn
um þátttöku þarf að
skila fyrir 22 september 2007.
7. október
2007: Umsókn um þátttöku
þarf að skila fyrir 7. okt. 2007.
Umsókn um þátttöku
verður að fylgja greinargóð
lýsing á verkefninu sem kynna á,
og hvort verkefnið sé Lokaverkefni
(lokaverkefni á háskólastigi
— B.S., M.S. og Ph.D. — geta ekki
keppt til Bílskúrsgervigreindarverðlauna,
aðeins Lokaverkefnisverðauna, og öfugt).
Sendið póst á: gervigreindarkeppnin@ru.is
Þátttaka verður
staðfest umsækjendum eigi síðar
en viku eftir. (Dómnefnd áskilur
sér rétt til að hafna verkefnum
þyki lýsing ekki nægilega skýr
eða ef verkefni hefur engin tengsl við
gervigreind eða gervigreindartækni.)
Þátttakendur skuldbinda
sig til að kynna verkefni sitt á hátíðinni.
13. október: Hátíðin
sjálf verður haldin 13. október
2007. |
SKRÁNING
Skráning
|
VERÐLAUN
BÍLSKÚRSGERVIGREIND
|
|
Verðlaun
verða veitt í Bílskúrsgervigreind
fyrir verkefni í eftirfarandi flokkum: |
Gagnlegasta
grevigreindin |
Bestu
hugbúnaðareiningarnar með
leiðbeiningum |
Fyndnasta
gervigreindin |
Heiðursverðlaun
dómnefndar |
Verðlaun í Bílskúrsgervigreind
eru veglegur
verðlaunagripur og styrkur frá
CCP til
stuðnings áframhaldandi rannsókna
að upphæð 50.000 ISK. Og svo náttúrulega
heiðurinn. (Ein verðlaun per flokk.)
Ef verkefnið
þitt er undirbúningur fyrir lokaverkefni,
eða er hluti af lokaverkefni, eda ef það
hreinlega ER lokaverkefni, þá máttu
aðeins skrá það í
Lokaverkefniskeppnina:
LOKAVERKEFNI
|
|
Verðlaun
verða veitt í eftirfarandi flokkum
fyrir Lokaverkefni tengd gervigreind: |
Besta B.S.
/ B.Sc. verkefnið |
Besta M.S.
/ M.Sc. verkefnið |
Besta Ph.D.
verkefnið |
Verkefni verða að vera á
svið:i gervigreindar eða tengjast thví
á einhvern hátt (við erum sveigjanleg
- ef þú ert í vafa, sendu
bara inn).
Verðlaun í Lokaverkefnisflokki
eru veglegur
verðlaunagripur og styrkur frá
CCP að
upphæð 50.000 ISK. Og svo náttúrulega
heiðurinn.
DÓMNEFND
Dr. Kristinn Andersen, vísindamaður
og verkfræðingur hjá Marel hf,
verður í forsvari fyrir þriggja
manna dómnefnd sem mun velja verðlaunahafana
í ár. Athugið að dómnefnd
er í sjálfsvald sett hvort hún
veitir verðlaun í öllum flokkum.
|
STAÐSETNING
Hátíðin verður
haldin í Borgarleikhúsinu.
|
Nánari
upplýsingar
Nánari þátttökuupplýsingar.
|
Hvað
er (bílskúrs)gervigreind?
—
grein eftir dr. Kristinn
R. Þórisson
sem birtist í fylgiblaði RANNÍS
með
Morgunblaðinu þann 21. sept. 2005 |
Afkomendur
mannkyns
—
grein um framtíð gervigreindar eftir
Hrafn Þorra Þórisson,
sigurvegara í Ungir Vísindamenn
2004
|
Gervigreind: Hvað
er það?
Íslendingar
hafa lengi vel þekkt til gervigreindar, aðallega
í gegnum bíómyndir eins og Terminator,
A.I.:Artificial Intelligence og iRobot.
Fyrir mörgum þeirra sem hafa ekki kynnt sér
gervigreind nánar vísar hugtakið því
fyrst og fremst til stórra véla með
austurrískan framburð sem hafa af einhverjum
ástæðum einsett sér að hertaka
jörðina. Gera má ráð fyrir
að flestir séu að einhverju eða öllu
leyti sammála eftirfarandi fullyrðingum:
- Greindar vélar eru hættulegar
- Greindar vélar eins og þær sem
við sjáum í bíómyndum
eru fjarlægur draumur
- Það er aðeins á færi sérfræðinga
að viðhalda og skapa gervigreindar vélar
Þótt
vissulega sé gervigreind flókið fyrirbaeri
höfum við í Gervigreindarsetri HR nú
sannað að sú síðasta er alls
ekki lengur sönn. Eins og verkefnin
sem kynnt voru í Húsdýragarðinum
2005 og þátttakendur
í Bílskúrsgervigreindarkeppninni
2006 sanna getur ungt og efnilegt fólk smíðað
skemmtileg og frumleg gervigreindarkerfi.
En hvað með hinar tvær fullyrðingarnar?
Eru þessi kerfi virkilega eins hættuleg og
Hollywood vill af láta? Það er ein af
þeim spurningum sem bílskúrsgervigreindin
getur hjálpað fólki við að svara,
með því að leyfa þeim að
skoða þessar svokölluðu hættur
upp á eigin spýtur.
Þróun
gervigreindar er að margra mati höfuðmál
og ekki seinna vænna en að hún öðlist
öflugri stuðning á Íslandi, en
Ísland er tæknilega mjög vel sett til
að stunda rannsóknir á þessu sviði.
Lítið sem ekkert hefur verið gert á
Íslandi á sviði gervigreindar. CADIA
opnar nýjar dyr; allt í einu er gervigreind
komin til Íslands og ímyndin sem Hollywood
hefur skapað orðin raunverulegri en nokkurntíma.
Líklegt er að gervigreind komi til með
að breyta mörgu á næstu áratugum
í hinum vestræna heimi.
Af hverju ættir
þú að taka þátt í gervigreindarkeppninni?
+ Spennandi svið. Gervigreind
er ung og spennandi grein sem mun skipta æ meira
máli í þjóðfélaginu
á komandi árum og áratugum. Tölvuleikir
og véldýr eins og AIBO eru bara byrjunin
— gervigreindir útvarpsmenn, greindar vitverur
í Eve-Online og fljúgandi vélmenni
er smá hluti af því sem er handan
við hornið.
+ Einstakt og skemmtilegt tækifæri.
Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík
hefur undanfarin 2 ár verið að þóa
tækni til að auðvelda nýbyrjendum
að smíða gervigreind kerfi. Nú gefst
því einstakt tækifæi til að
kynnast þessu sviði nánar. Vélbúnaður
og hugbúnað er hægt að nálgast
á netinu (sjá hlekki hér á
vinstri spássíu).
+ Vegleg verðlaun. 13
október 2007 munum við halda gervigreindaruppskeruhátíð
þar sem vegleg verðlaun verða í boði
fyrir þá sem hafa smíðað gervigreind
kerfi sem þeir koma með á hátíðina.
+ Menntun. Mennt er máttur.
No shit. Hvernig heldur þú að störf
við vélmenni og gervigreindarkerfi framtíðarinnar
verði launuð? Það er einfalt: Mjög
vel! Hver vill ekki vera á topp launum við
að finna upp framtíðina?
NÁNARI ÞÁTTÖKULEIÐBEININGAR
Hvernig tek ég þátt?
Markmiðið er að sýna kerfi sem tengjast
gervigreind. Í Bílskúrsgervigreind
er mælt með hópvinnu (sérstaklega
fyrir nýbyrjendur), 2-4 í hóp er góð
stærð (einstaklingar og allar hópastærðir
eru leyfilegar — það getur hins vegar verið
auðveldara að vera fleiri í hóp þar
sem þeir geta hjálpast að á erfiðum
köflum).
- Engar reglur eru um hvað má eða má
ekki smíða — allt er leyfilegt.
- Val á hugbúnaði og vélbúnaði
er þáttakendum algjörlega frjálst
— engar kröfur eru um að hvaða hugbúnaður,
vélbúnaður eða tækni er notuð.
- Kerfi sem hafa verið þróuð fyrir
fyrirtæki eða í atvinnuskynni eru velkomin
til þátttöku í hátíðinni,
en geta þó ekki keppt til verðlauna.
Allir sem taka þátt fá bás
til að sýna verkefnið. Básinn
er 1m á breidd og 1.90m á hæð. Þar
má syna veggspjöld og sýnidæmi.
Þátttakendur verða að láta vita
sem fyrst hvort þeir þurfa tölvur, borð
eða annan búnað. Við munum reyna að
hjálpa eftir bestu getu.
- Get ég sýnt hvað sem er? Já,
svo fremi sem það tengist gervigreind
á einhvern hátt (við erum ekki mjög
ströng með það).
- Get ég sýnt verkefni án
þess að taka þátt í keppni?
Já, ef þú skráir
verkefnið.
- OK, ég tek þátt. Hvað þarf
ég að gera? Búa til plakat
og/eða annað efni til að útskýra
verkefnið svo allir skilji. Vera á básnum og
kynna þegar gestir og dómnefnd koma að
skoða (milli 11 og 12 fyrir dómnefnd og svo
aftur milli 15 - 17:30 fyrir gesti).
Allir geta tekið
þátt
Já, allir sem skrá
sig geta tekið þátt. Ókeypis.
Við í Gervigreindarsetri
HR munum hjálpa öllum hópum
eins mikið og auðið er, með leiðbeiningum,
hugbúnað o.þ.h.
Hvað kostar þátttaka?
Ekkert — þátttaka er ókeypis.
þátttakendur þurfa að útvega
efni og aðstöðu til verkefnisins sjálfir.
Mælt er með því að hóparnir
finni sér fulltrúa í skóla
eða félagsheimili, sem getur hjálpað
til við að útvega vinnu- og fundaraðstöu
fyrir verkið. Eða bara heima í bílskúrnum
hjá einhverjum hópmeðlimnum. Útbúa
verður kynningarefni fyrir básinn — það
er á ábyrgð þátttakenda
að sjá um að hann sé sem flottastur.
Hvað þarf ég að
kunna? A.m.k. einn í hópnum þarf
að kunna eitthvað fyrri sér í forritun.
Ef þú ætlar þér að
smíða róbot er nauðsynlegt að
hafa a.m.k. einhverja reynslu í rafeindafræðum.
Kíktu á leiðbeiningarnar (hugbúnadur,
vélmenni)
til að gera þér betur grein fyrir nokkrum
þeirra fjölmörgu möguleika sem eru
fyrir hendi.
SKRÁNING
Sendið tölvupóst á
gervigreindarkeppnin ru.is
með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn hóps / einstaklings |
Hvað kallið þið hópinn
ykkar? / Hvaða nafn völdu foreldrar þínir
að kalla þig? |
Persónuupplýsingar |
Hemilisföng, símar, netföng —
þátttakenda |
Nafn hópfulltrúa (ef hópur) |
Tilgreinið þann sem er í forsvari
fyrir hópinn |
Lýsing á verkefni |
greinargóð lýsing á verkefninu
sem kynna á (um 1-2 málsgreinar), og hvort
verkefnið sé Lokaverkefni eða Bílskúrsgervigreindarverkefni
(sjá skilgreiningu) |
Sérstakar óskir um aðstoð |
Ef hópurinn/þátttakandi telur
sig þurfa tæki eða hugbúnað
umfram það sem er að finna á hugbúnaðarsíðunum.
Við reynum að hjálpa eftir besta megni. |
Þátttakendur búa svo
síðu á
ISIR.is þar sem umræður geta
farið fram í spjallþráðum
og á Wiki.
EF ÞÚ ERT
KENNARI GETUR ÞÚ HJÁLPAÐ!
Ef þú ert með tæki
eða tól sem þú gætir
lánað eða gefið til átaksins... |
... eða ef þú ert stjórnandi
í skóla og villt hjálpa hópum
á laggirnar... |
...
eða þú ert með tölvur sem
þú vilt losna við, og vilt að
við gefum tölvunum nýtt líf
... |
...
endilega hafðu samband í tölvupósti: bilskursgervigreind  ru.is
til að ræða við okkur um hvernig
þú gætir hjálpað.
|
LESA OPIÐ
BRÉF TIL KENNARA OG ANNARRA LEIÐTOGA ->

|