Sjálfvirk leitaraðferð fyrir sjálfstýrðan kafbát
Verðlaunaverkefni í Bílskúrsgervigreindarkeppninni 2006
Hörður Jóhannsson
Í verkefninu var skoðað hvernig mætti bæta hefðbundnar leitaraðferðir með því að greina í rauntíma hliðarasónar myndir. Í ljós kemur að með því að greina myndirnar jafnóðum að þá er hægt að stytta talsvert tíman sem þarf til þessa að safna saman nákvæmum upplýsingum um hluti einsog t.d. ljósmyndir og háupplausnar hliðarsónarmyndir. Hefðbundin aðferð byggir á því að skipta verkefninu upp í tvennt fyrst er farið yfir svæðið í svokölluðu sláturvélar mynstri og sónargögnum af svæðinu safnað saman. Þessi gögn eru síðan greind og hugsanlegir hlutir merktir. Síðan er farið aftur yfir svæðið og hlutirnir skoðaðir nánar til þess að hægt sé að greina hvað þeir eru. Ókosturinn við þessa aðferð hefur verið að oft getur verið talsverð staðsetningar skekkja á metinni staðsetningu hlutanna, því þarf að skoða stærra svæði en þyrfti ef greiningin væri gerð jafnóðum.
Annar hluti verkefnisins var síðan útfærsla á greiningaraðferð sem getur greint smáahluti í hliðarsónarmyndum. Helstu skrefin í svona greiningaraðferðum er birtujöfnun, svæðaskipting myndar og svo mynsturgreining á gögnunum.