Hvernig á að hreyfa hexapoddinn? Með gangi eða sjálfkrafa eins og í verkefni 3?
Þið ráðið hvernig þið stjórnið löppunum – út úr heilanum koma skilaboð um að færa löpp upp, fram, aftur, niður. Þið getið hjúpað það hvernig sem þið viljið.
Munum við geta skynjað endamörk heimsins?
Já, ef þau eru innan sjónkeilu.
Verður einhver gerð af hnitum/landmarks eða áttaviti til að átta sig á því hvar hexapoddinn er?
Það er áttaviti í formi stefnuvektors og á gráðuformi.
Eyðist orkan þegar hexapoddinn gengur?
Já. Það eyðist orka á meðan tíminn líður. Svo eyðist einnig orka við að hreyfa sig.
Er aukakostnaðu við að halda á hlut?
Nei.
Hvað gerist þegar orkan klárast?
Hún klárast ekki, orkueyðslan eykst bara, án skilgreindra efri marka.
Hversu mikla orku fær hexapoddinn í upphafi og við energy bar?
Þetta er öfugur skali – hún byrjar bara að eyða orku. Hún getur hægt á orkuneyslunni með því að borða orkuköku. Orkukakan helmingar orkueyðsluna í 10 sekúndur.
Hver er heildarfjöldi banana í upphafi?
Eitthvað um 15 eða 20 – einhver tala sem er talsvert hærri en er hægt að setja í brunninn með góðu móti á 5 mínútum.
Verður sami heimur þegar við erum að æfa okkur og í keppninni sjálfri?
Hann mun hafa sömu hluti, en ekki sama layout.
Hver er kostnaður við að labba í gegnum danger field?
Ekki ákveðið enn.
Veit hún af öllum hlutunum, eða þarf hún að finna hlutina? Ef hún þarf að finna, getur hún munað hvar hluturnir eru?
Hún þarf að finna þá. Minni sexfætlunnar er í ykkar höndum að hanna. Sexfætlan hefur ekki x,y hnit sitt sem gefið frá kerfinu – hún yrði að álykta það út frá staðareinkennum og/eða droppings, t.d.
Hversu margir eru teleporterarnir?
4
Er einhver kostnaður að nota teleporter?
Nei.
Veit hexapoddinn þegar hún kúkar eða kúkar hún eftir pöntun?
Hún veit ekki hvenær hún kúkar. Hún kúkar ekki eftir pöntun.
Hver er tilgangur með kúk?
Hún getur notað það til að fatta hvar hún hefur verið áður.
Eyðist kúkur eftir ákveðinn tíma?
Nei.
Hver er stærð sjónkeilunnar?
Sjónkeilurnar eru tvær. Ein sem hefur betri upplausn og eru hornin á henni (0,-10), (0,10), (-150, -50), (-150,50). Stærri sjónkeilan hefur minni upplausn og eru horn hennar (0,-20), (0,20), (-400, -200), (-400,-200). Lengd Hexapodsins er 40.
Ef það eru 2 pottar, skiptir röð einhverju máli?
Nei.
Hvað eru bananarnir margir?
Sjá svar við spurningu 8.
Hvað eru danger fieldin stór og hversu mörg?
Ekki ákveðið, en hugsanlega 4-7.
Hversu margir hexapoddar verða í heiminum?
Árangur eins verður mældur í einu og svo borinn saman við hina.