Table of Contents

E-211-NISH, Nám í stafrænum heimi, 2013-3

Tími: Miðvikudagar 12.20 til 14.45
Staður: M117
Umsjón: Hannes Högni Vilhjálmsson, Ph.D. (hannes@ru.is), Kamilla Rún Jóhannsdóttir, Ph.D. (kamilla@ru.is)
Aðrir: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Ph.D. (bryndis@ru.is), Þorlákur Karlsson, Ph.D. (thorlakur@ru.is), Rakel Sölvadóttir, Framkvæmdastjóri, Skema ehf. (rakel@skema.is), Þóra Halldóra Gunnarsdóttir, Sérfræðingur, Skema ehf. (thora@skema.is)
Facebook: NISH Hópur (group)

Lesefni

Kennslubók: Woolfolk. A. E. (2009). Educational Psychology. New York: Pearson.

Einnig: Ýmsar greinar sem nemendur geta nálgast á innra netinu. Greinar verða settar inn jafnóðum.

Námskeiðslýsing og fyrirkomulag námskeiðs

Í þessu námskeiði er fjallað um kennslu- og námssálfræði með áherslu á hvernig nýta megi tölvutækni og hinn stafræna heim við kennslu. Áhersla er einnig lögð á virka þátttöku nemenda við að hanna og prófa nýjar kennsluaðferðir þar sem tækni og tölvur eru nýttar. Nemendur munu bæði læra grunnhugtök og kenningar í kennslu- og námssálfræði og grunnforritun. Í fyrirlestrum verður farið dýpra í efni kennslu- og námssálfræði. Þar verður sérstaklega tekið fyrir hugræn úrvinnsla, þroski og einstaklingsmunur, og áhrif hvatningar og áhugasviðs. Einnig verður hlutverk tækninnar skoðað og fjallað um samspil manneskju og tækni í tengslum við þróun kennsluaðferða. Þá verða ýmis málefni sem eru í brennideplinum hverju sinni skoðuð svo sem tæknivæðing skólanna og notkun tölvuleikja við kennslu svo dæmi séu tekin. Lögð er áhersla á að tengja fræðilegar rannsóknir og kenningar við hagnýtingu í menntakerfinu. Nemendur munu einnig kynnast starfsháttum og kennsluaðferðum Skema og fá að taka beinan þátt í forritunarkennslu barna.

Lærdómsviðmið

Að loknu þessu námskeiði á nemendi að geta:

Kennslufyrirkomulag

Kennslutímar: Hópurinn hittist einu sinni í viku (þrjá kennslutíma í senn) til að kafa djúpt í eitt ákveðið efni. Kennari byrjar á því að veita nemendum innsýn í fræðin sem efninu tengjast. Að því loknu verður kynnt umræðuverkefni sem bekkurinn vinnur í 5 manna hópum. Kennarar fara á milli hópa til að aðstoða. Í lok tímans kynnir hver hópur sína niðurstöðu og opnað er fyrir almenna umræðu. Í hverjum hópi er einn umræðustjóri og einn ritari (tryggja þarf að allir spreyti sig á þessum hlutverkum). Umræðustjóri þarf að tryggja að allir í hópnum leggi eitthvað til málanna og að hópurinn nái sátt um lokaniðurstöðu. Ritari þarf að skrifa niður lokaniðurstöðu hópsins, sem síðan er skilað til kennara. Mikilvægt er að nemendur komi undirbúnir í tímann til að geta tekið þátt í umræðunni! Undirbúningur felst fyrst og fremst í lestri kafla eða greina.

Codecademy og Skema: Utan venjulegs kennslutíma munu allir fá tækifæri til að læra forritun og að kenna forritun út frá hugmyndafræði Skema. Í viðbót við Skema vinnuna, þurfa nemendur að skila af sér ákveðið mörgum verkefnum í Codecademy, ókeypis vef sem kennir forritun frá grunni. Tölvufræðinemendur, sem þegar kunna að forrita, þurfa að veita sálfræðinemendum aðstoð við þennan námsþátt í gegnum samskiptavef og spjallrás.

Dagbók: Nemendur halda dagbók þar sem þeir lýsa ferlinu annars vegar sem nemendur (Skema, Codecademy), og hins vegar sem leiðbeinendur. Dagbókin verður á formi blog færslu (2-3var í viku). Í lokin munu nemendur skila inn stuttri samantekt 24 október.

Námsmat

Þátttaka í umræðuhóp 10% (hver nemandi verður að hafa verið umræðustjóri og ritari amk 2svar)
Kennsla hjá Skema 10% (metið af Skema starfsfólki)
Dagbók og Codecademy (lærdómur og leiðbeinsla) 20% (Skilað 24. okt)
Heimapróf 20% (Tekið 14. okt)
Lokaverkefni 40% (Kynning 20%, 20. nóv. Skýrsla 20%, 28. nóv)

Dagbækur nemenda

Forritunaraðstoð

Þau ykkar sem kunnið einhverja forritun (allir tölvunarfræðinemar) skulið velja fastan tíma hérna að neðan, að minnsta kosti einu sinni viku, þar sem þið verðið logguð inn á Pure Chat sem leiðbeinendur (þið eruð öll skráð í kerfinu undir ru.is netfanginu ykkar og ættuð að hafa fengið tölvupóst með lykilorði). Þið reynið þá að vera amk logguð inn í um klukkustund í senn. Til að velja ykkur tíma, skrifið eiginnafn í tóma línu og hakið við þá tíma sem þið getið staðið vaktina.

Athugið að allar samræður eru vistaðar og kennarar námskeiðsins koma til með að nota virkni tölvunarfræðinema hér til að meta “Codecademy” hluta náms þeirra.

title="Á hvaða tímum í vikunni?" auth="none" adminUsers="hannes" adminGroups="ailabmember" voteType="multi" closed="false"
Real name
title="Á hvaða tímum um helgar?" auth="none" adminUsers="hannes" adminGroups="ailabmember" voteType="multi" closed="false"
Real name

Lágmarkskröfur

Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn (4,75 af 10 mögulegum) úr námskeiðinu í heild. Einnig þurfa nemendur að ná lágmarkseinkunn úr hverjum námsþætti fyrir sig.

Forföll og skil á verkefnum

Hægt er að fá undanþágu eða frest til að skila inn verkefni ef um veikindi er að ræða og nemandi framvísar læknisvottorði. Ef um er að ræða brýnar persónulegar ástæður þá geta nemendur beðið fyrirfram um leyfi til að skila inn verkefni seint. Fyrir verkefnaskil gildir að sé verkefni ekki skilað inn á settum tíma og nemandi hafi ekki leyfi frá kennara eða skilað inn læknisvottorði verður dregið 10% frá heildareinkunn fyrir fyrsta daginn sem verkefni er ekki skilað inn og 5% fyrir hvern dag eftir það.

Ábyrgð nemenda í náminu

Nemendum er bent á að kynna sér reglur háskólans í Reykjavík um verkefnavinnu sjá: náms- og prófareglur http://www.ru.is/haskolinn/nams--og-profareglur/ og siðareglur http://www.ru.is/haskolinn/sidareglur-hr/

Áætlun

VikaDags. Efni fyrirlestrar Kennari
1 21. ág Kynning á námskeiði: Nám í stafrænum heimi
Skema: kynning
Hannes, Kamilla, Þóra (Skema)
2 28. ág Skema: forritun með Alice og Skema hugmyndafræði Þóra (Skema)
Hluti I: Einstaklingurinn
3 4. sept Sjálfið, sjálfsmyndin og sjálfsmiðað nám (kafli 3 og 11) Fyrirlestur: Kamilla
Umræður: Hannes
4 11. sept Þroski, greind og einstaklingsbundar þarfir (kafli 2 og 4) Fyrirlestur: Bryndís
Umræður: Hannes
Hluti II: Námið
5 18. sept Atferlismiðaðar útskýringar (kafli 7) Fyrirlestur: Þorlákur
Umræður: Kamilla og Hannes
6 25. sept Námsvísindi og constructivism (kafli 10) Fyrirlestur: Kamilla
Umræður: Hannes
7 2. okt Fræðsla og tölvubyltingin (ekki í bók)
Lesefni: "Situating Constructionism" (PDF)
Fyrirlestur: Hannes
Umræður: Kamilla
8 9. okt Vinnuvika
Hluti III: Tæknin
9 16. okt Tölvuleikir (ekki í bók)
Lesefni: "The Rhetoric of Video Games" (PDF)
Fyrirlestur: Hannes
Umræður: Kamilla
10 23. okt Gervigreind við kennslu. Lesefni:
"Serious Games for Language Learning: How Much Game, How Much AI?"
"Shared Reality: Physical Collaboration with a Virtual Peer"
Fyrirlestur: Hannes
Umræður: Kamilla
11 30. okt Náttúrulegt viðmót. Lesefni:
Comparing the use of tangible and graphical programming languages for informal science education
Fyrirlestur: Hannes
Umræður: Kamilla
12 6. nóv Hvatning í námi (kafli 12) Fyrirlestur: Kamilla
13 13. nóv Tilfinningatölvun Fyrirlestur/umræður: Hannes og Kamilla
14 20. nóv Kynning á nemendaverkefnum