Gervigreindarhátíðin

 

 

Borgarleikhúsinu

& Prentsmiðju gamla Morgunblaðshússins

29. apríl 2006

Aðstandendur gervigreindar hérlendis taka höndum saman og halda
fyrstu gervigreindarhátíðina á Íslandi


Samkvæmt helstu spám mun gervigreind vaxa gífurlega á komandi árum og áratugum. Þessi þróun á sér líka stað á Íslandi, þar sem þónokkur fyrirtæki og stofnanir hafa hlotið verðlaun og lof á heimsvísu fyrir vinnu á sviði gervigreindar.
Á hátíðinni munu forsprakkar gervigreindarsviðsins á Íslandi segja þátttakendum og gestum frá spennandi verkefnum og rannsóknum ásamt því að svara spurningum um hvað gervigreind eiginlega sé. Fyrirlestrar, básasýningar, veitingar og tónlistaratriði eru á meðal þess sem gestum býðst upp á þéttsetinni dagskrá hátíðarinnar. Þá mun einnig Félag Íslands um gervigreind og vitvísindi opna formlega fyrir meðlimaskráningu og því gefst gestum tækifæri til að verða fyrstir Íslendinga til að skrá sig í þetta framsækna og einstaka félag.

DAGSKRÁ

 
13:00

Opnun hátíðarinnar
    - Kristinn R. Þórisson, dósent, stjórnandi Gervigreindarseturs HR

 
13:20
Kristinn R. Þórisson, Gervigreindarsetri HR
    - Björt framtíð gervigreindar fyrr og nú
 
13:35
Helga Waage, tæknistjóri, HEX
    - Að vera eða ekki vera - vitvera
 
13:50
Torfi Frans Ólafsson, CCP
    - Íslenskur sýndarveruleiki
 
14:05
Hlé  
14:20
Hrafn Þorri Þórisson ásamt stjórn ISIR
    - Stofnun ISIR og kynning á félaginu
 
14:35
Tónlistaratriði
    - Frumflutningur verks nemenda Listaháskóla Íslands
    - Frumflutningur gervigreindaróperu meðlima Gervigreindarseturs HR
 
15:05
Gestir fara yfir í prentsmiðju gamla Morgunblaðshúsið  
15:10

    + Veitingar
    + Básasýningar þátttakenda í bílskúrsgervigreind
    + Básasýningar fyrirtækja og háskóla:

    — CCP
    — ISIR
    — Tungutæknisetur
    — HEX
    — HAFMYND / GAVIA
    — VDO
    — Spurl
    — Gervigreindarsetur HR
    — IT-CONS
    — Rannís

 
16:40

Verðlaunaafhending - Bílskúrsgervigreindarkeppnin
    - Veitt verða verðlaun í 9 flokkum:

- Viðamesta gervigreindin
- Frumlegasta gervigreindin
- Fyndnasta gervigreindin
- Gagnlegasta grevigreindin
- Bestu leiðbeiningarnar
- Bestu hugbúnaðareiningarnar
- Besta nýting á drasli úr bílskúrnum
- Framsýnasta pælingin
- Heiðursverðlaun dómnefndar

Dómnefnd skipa
Helga Waage, tæknistjóri í Hex,
Dr. Magnús Már Halldórsson, prófessor í Háskóla Íslands og
Dr. Rögnvaldur Ólafsson, prófessor í Háskóla Íslands.

Bílskúrsgervigreind er styrkt af:

Sony Center
Kringlunni


 
17:10
Dagskrárlok  
Frekari upplýsingar veitir Sigrún Gunnhildardóttir (sigrun [at] gmail.com)
 

 

*Sjá skýrslu Sameinuðuþjóðanna (UNECE) um vélmenni frá 2004, skýrslu Japan Robotics Association frá sama ári og skýrslu Business Communications.
CADIA
cadia@ru.is  |  Ofanleiti 2, IS -103 Reykjavík
Tel: +354 510 6427  |  Fax: +354 510 6201